Áfangi 5: Svalvogar –Þingeyri-Flateyri
Vöknuðum uppúr kl 8 Mikil rigning var í nótt og hituðum við vatnið í morgunkaffið undir tjaldskörinni. Tókum síðan saman dótið og vorum komnir af stað fyrir kl 10. Nokkur vindur út úr Dýrafirði og dimmt yfir og rigning. Hiti ca 7-9° Vegurinn nokkuð blautur og þungur eftir rigninguna. Vegurinn er mishátt í hliðinni og margar brekkur sem þarf að leiða hjólin. Vorum komnir í GSM samband í Haukadalnum um kl tólf.
Vorum við þá búnir að ákveða að ljúka ferðinni á Þingeyri þar sem við nenntum ómögulega að halda áfram í rigningu og dumbung. Hringdi ég í Magna bróður og gat hann náð í okkur á sendlabílnum. Hittum við hann rétt utan við Þingeyri. Frá Þingeyri til Flateyrar eru ca 40km allt malbikað og vorum við komnir þangað um kl 14.00.
Tókum við allt dótið og settum í þurrk. Ég fór svo með flugvélinni heim um kvöldið en Guðbjartur verður áfram á Flateyri fram yfir helgina ásamt fjölskyndu sem kemur á föstudaginn.
Þetta var ágætis hjólatúr en veðrið hefði mátt vera betra þ.e. minni rigning. Allt annað en ferðin í fyrra þar sem var sólskin hvern einasta dag. Í ferðinni í fyrra hjóluðum nánast eingöngu á malbiki en núna var það öfugt. Vorum við nánast eingöngu á malarvegum og stundum engum vegi sbr milli Stapa og Hrafnabjarga. Þökkum við öllum sem aðstoðuðu okkur kærlega fyrir aðstoðina og sérstaklega Magna fyrir að hafa sótt okkur.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home