Áfangi 5: Svalvogar –Þingeyri-Flateyri
Vöknuðum uppúr kl 8 Mikil rigning var í nótt og hituðum við vatnið í morgunkaffið undir tjaldskörinni. Tókum síðan saman dótið og vorum komnir af stað fyrir kl 10. Nokkur vindur út úr Dýrafirði og dimmt yfir og rigning. Hiti ca 7-9° Vegurinn nokkuð blautur og þungur eftir rigninguna. Vegurinn er mishátt í hliðinni og margar brekkur sem þarf að leiða hjólin. Vorum komnir í GSM samband í Haukadalnum um kl tólf.
Vorum við þá búnir að ákveða að ljúka ferðinni á Þingeyri þar sem við nenntum ómögulega að halda áfram í rigningu og dumbung. Hringdi ég í Magna bróður og gat hann náð í okkur á sendlabílnum. Hittum við hann rétt utan við Þingeyri. Frá Þingeyri til Flateyrar eru ca 40km allt malbikað og vorum við komnir þangað um kl 14.00.
Tókum við allt dótið og settum í þurrk. Ég fór svo með flugvélinni heim um kvöldið en Guðbjartur verður áfram á Flateyri fram yfir helgina ásamt fjölskyndu sem kemur á föstudaginn.
Þetta var ágætis hjólatúr en veðrið hefði mátt vera betra þ.e. minni rigning. Allt annað en ferðin í fyrra þar sem var sólskin hvern einasta dag. Í ferðinni í fyrra hjóluðum nánast eingöngu á malbiki en núna var það öfugt. Vorum við nánast eingöngu á malarvegum og stundum engum vegi sbr milli Stapa og Hrafnabjarga. Þökkum við öllum sem aðstoðuðu okkur kærlega fyrir aðstoðina og sérstaklega Magna fyrir að hafa sótt okkur.
Áfangi 4 Út í Svalvoga
Komum um kl. 22.30 og búnir að tjalda í Höfnum sem er ytst á nesinu milli Arnarfjarðar og Dýrafjarðar. Þegar við vöknuðum í morgun sáum við að ekkert rignt um nóttina og létt upp þokunni sem var í gærkveldi. Við vorum eiginlega búnir að ákveða að stoppa ferðina í Mjólká ef haldið hefði áfram að rigna. Það er lítið varið í að paufast áfram í rigningu og og sudda. Ætlaði Magni bróðir að skutlast eftir okkur ef rigningin og dumbungurinn hefði haldið áfram. En sem betur fer var svo ekki. Við þökkum Orkubúi Vestfjarða og Steinari Stöðvarstjóra Mjólkárvirkjunar kærlega fyrir að hýsa okkur.
Við vorum bara klst. inn að Hrafnseyri. En eftir það hægðist ferðin þar sem vegurinn versnaði og þurftum við að vaða ár og læki. Ég ætlaði að hjóla yfir eina ána en það tókst ekki betur en svo að ég datt í henni miðri en tókst að redda mér þannig að ég blotnaði bara í lappirnar. Guðbjartur sá ófarirnar og klæddi sig úr sokkum og skóm og óð yfir... mun viturlegra
Þegar við komum í Stapadal tók við slóðin sem liggur í fjörunni fram hjá Stapanum. Þetta leit ágætlega út í byrjun en fljótlega hvarf vegurinn og í stað kom stórgrýtt fjaran þar sem öldur vetrarins höfðu eyðilagt veginn en á þessum stað þarf að gæta sjávarfalla (ca 2km). Var mikið verk að draga hjólin og vagnana yfir stórgrýtið. En yfir komumst við. Þá komum við á slóðan aftur. Hafði Geir frændi (sem vinnur hjá Vegagerðinni) deginum áður látið hreinsa slóðan fyrir okkur en mikið grjóthrun var á honum eftir veturinn. Það var mikill munur að komast á ruddan veginn. Þökkum við Vegagerðinni góða þjónustu.
Þegar við komum á slóðann sáum við að brekkurnar á Barðaströndinni eru ekkert brattar allaveganna ekki miðað við brekkuna sem lá upp úr fjörunni. Þar slitnaði keðjan á hjólinu hjá mér í átökunum en sem betur fer urðu engin meiðsli þó ég dytti á hausinn. Þegar við komum í Lokinhamra/Hrafnabjörg var farið að rigna en ennþá var stilla og 6-8° hiti. Fjöllin og fjaran en mikilfengleg þarna ytst á nesinu.
Þegar við komum í Hafnir var farið að hvessa í ofanálag við rigninguna og tjöduðum við í skjóli bak við Sumarbústað.