Áfangi 2

Erum núna í Flókalundi. Lögðum af stað frá Múla kl. 10.30 eftir ágætis hvíld í tjaldinu. Kuldaboli kom ekkert í heimsókn til okkar í nótt og var smá sólarglæta meðan við borðuðum morgunmatinn. Klettshálsinn er erfiður með vidinn í fangið og ansi brattur og tóku vagnarnir líka í. Við erum við erum sammála um að við séum með allt of mikið af mat og græjum með okkur. Þegar við komum yfir hálsinn var komið sólskin og ágætis veður sem hélst að mestu allan daginn. Norðanvindurinn út firðina var samt ansi stífur á köflum. Vegirnir þegar Klettshálsinum sleppir eru allir ómalbikaðir sem gerir að hristingurinn er mikill og eymslin í botnstykkinu í samræmi við það.
Verðum á hótel Flókalundi í nótt.
Vegurinn til vinstri liggur út í Skálmanes en sá til hægri liggur upp á Þingmannaheiði (jeppafær)

0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home