Þá er það ákveðið
Þá erum við Guðbjartur loks búnir að ákveða að skreppa í smá hjóltúr í sumar. Stefnt er á að nota fyrstu vikuna í Júní. Ætlum að byrja í Bjarkarlundi og hjóla westur fyrir og til Flateyrar. Ætlum að klára hringinn um Vestfirðina. Í stað þess að fara fyrir Hrafnseyrarheiði (550m) þá ætlum við að fara út í Svalvoga og inn Dýrafjörðinn. Við vitum svo af því að við eigum eftir að fara út í Látrabjarg og svoleiðis. Það kemur seinna.
Nú verðum við bara að vera duglegir í að æfa okkur. Höfum legið í leti lengst af í vetur. En þetta kemur vonandi allt.
Nú verðið þið lesendur góðir að vera duglegir að gefa komment og peppa okkur upp annars deyr þetta bara.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home