Hjólað frá Bjarkarlundi til Flateyrar 2006; Hjólað frá Reykjavík til Ísafjarðar 2005

Þetta blogg er um hjólaferðalög okkar Guðbjarts um Vestfirði 2005 og 2006. Vonandi gengur að koma upplýsingum um ferðina ínná bloggið á leiðinni.

30 maí 2006

Áfangi 3: Dynjandisheiði.

Það var farið að rigna þegar við lögðum af stað frá Flókalundi en klukkan var þá um 11.30 Tókum til í farangrium áður en við lögðum af stað og skildum eftir ca 7kg af mat og öðru dóti. Við höfðum ekki samræmt innkaupin nægilega vel. Einnig þurftum við að hreinsa keðjuna á hjólunum þar sem mikill stirðleiki var kominn í gírskiptinuna vegna ryks og drullu. Við þurftum ekki að kíkja ákeðjuna í fyrra þar sem nánast öll leiðin var malbikuð.
Vegagerðin var að hefla og vatnsbera heiðina. Vegurinn var því mjög laus í sér og blautur og óðst upp. við urðum þess vegna að leiða hjólinn alla leiðina upp á háheiðina (500m). Þar hittum við Geir frænda Sigurðsson sem var að skoða aðstæður en hann vinnur hjá vegagerðinni. Tók hann dótið af vögnunum niður í Arnarfjörð fyrir okkur. Þá var kominn þoka, rigningarúði og hitinn 3-4 c. Við stoppuðum "sæluhúsinu" og fengum okkur að borða. Þar var frekar kuldalegt, snjóskafl á gólfinu.
Frá húsinu er hallar niður í Arnarfjörðinn. Eftir rigniguna og heflunina var vegurinn orðinn mjög gljúpur ( drullumall eins og krakkarnir segja ) sem mjög erfitt var að stýra í gegnum. Við vorum þess vegna útataðir í drullu þegar við komum niður í Dynjandisvoginn en fjallahjól eru ekki eins og flestir þekkja með bestu skítbrettin.
Fengum við inni íMjólkárvirkjun og settum sjálfa okkur og hjólin í smúlun og allt draslið í þurrk.

29 maí 2006

Áfangi 2Erum núna í Flókalundi. Lögðum af stað frá Múla kl. 10.30 eftir ágætis hvíld í tjaldinu. Kuldaboli kom ekkert í heimsókn til okkar í nótt og var smá sólarglæta meðan við borðuðum morgunmatinn. Klettshálsinn er erfiður með vidinn í fangið og ansi brattur og tóku vagnarnir líka í. Við erum við erum sammála um að við séum með allt of mikið af mat og græjum með okkur. Þegar við komum yfir hálsinn var komið sólskin og ágætis veður sem hélst að mestu allan daginn. Norðanvindurinn út firðina var samt ansi stífur á köflum. Vegirnir þegar Klettshálsinum sleppir eru allir ómalbikaðir sem gerir að hristingurinn er mikill og eymslin í botnstykkinu í samræmi við það.
Verðum á hótel Flókalundi í nótt.


Vegurinn til vinstri liggur út í Skálmanes en sá til hægri liggur upp á Þingmannaheiði (jeppafær)

Áfangi 1
Erum komnir í Kollafjörð og tjölduðum rétt innan við Múla. Lögðum af stað frá Reykjavík um 11.30 á bílnum hans Guðbjarts. Dætur hans þær Kristín og Vala ásamt Sigmundi og Guðlaugu börnum Kristínar fóru með okkur og tóku bílinn til baka. Keyrðum við upp á Hjallaháls þar sem við ætluðum að skilja vagnana eftir en hálsinn er 350m hár. Við ætluðum svo að keyra til baka á byrjunarpunktinn sem er í botni Þorskafjarðar. þegar ég var að setja afturöxulinn sem notaður til að hengja vagninn á kom í ljós að hann var of langur og passaði engan veginn. Öxulinn hafði ég keypt í Erninum um um morguninn. Hann átti að vera með í vagninum sem ég fékk á leigu hjá Fjallahjólaklúbbnum en var ekki með. Við ákváðum að ég myndi fara til baka í Bjarkarlund og reyna að redda járnsög þar. Þetta reddaðist sem betur fer annars hefðum við lent í veseni því þá hefðum við einungis verið með einn vagn fyrir allan farangurinn og óvíst hvort það hefði gengið. Þar sem klukkan var orðinn rúmlega 5 ákváðum við að hjóla frá Hjallahálsinum. Vegurinn á Barðaströndinni frá botni Þorskafjarðar og að Múla hefur lítið breytst frá 1970. Það eru sömu hæðir og hólar, blind- beygjurnar og hæðirnar og fáránlega brattar brekkur.T.d. Er brekkan uppúr Djúpafirði yfir í Gufufjörð með 16% halla! Allt gerir þetta hjólreiðamönnum erfitt fyrir þar sem vegurinn er allur ómalbikaður í ofanálag. Það er mjög kalt 4-5 c og hvasst að norðan þegar við tjöldum en okkur tókst að finna smá skjól fyrir tjaldið.

25 maí 2006Hér erBjössi að móttaka hið mikla rit "Garpar á ferð" vonandi verður lestur þess honum hvatning til mikilla afreka á sviði hjólamennsku í framtíðinni. Eftir þessa athöfn hjóluðum við út á Álftanes til Jóns. Þar var ekkert verið að hanga yfir málum heldur ákveðið að fara með í næstu ferð.

Kuldaboli að stríða okkur

Kuldaboli gæti sett strik í reikninginn hjá okkur Guðbjarti hvað hjólaferðina varðar. Það er allt of kalt til að við nennum að fara að hjóla allan daginn í 5 daga og tjalda svo í snjóskafli í lok hvers dags. En við sjáum til hugsanlega frestum við ferðinni fram yfir Hvítasunnu.

Dreifing á væntanlegri metsölubók ,,Garpar á ferð" hófst í síðustu viku og eru móttökur farmar öllum vonum og eftir spurn mikil. Það gæti svo farið að við neyddumst til að setja bókina á vefinn til að fá frið.

04 maí 2006

Þá er það ákveðið

Þá erum við Guðbjartur loks búnir að ákveða að skreppa í smá hjóltúr í sumar. Stefnt er á að nota fyrstu vikuna í Júní. Ætlum að byrja í Bjarkarlundi og hjóla westur fyrir og til Flateyrar. Ætlum að klára hringinn um Vestfirðina. Í stað þess að fara fyrir Hrafnseyrarheiði (550m) þá ætlum við að fara út í Svalvoga og inn Dýrafjörðinn. Við vitum svo af því að við eigum eftir að fara út í Látrabjarg og svoleiðis. Það kemur seinna.

Nú verðum við bara að vera duglegir í að æfa okkur. Höfum legið í leti lengst af í vetur. En þetta kemur vonandi allt.

Nú verðið þið lesendur góðir að vera duglegir að gefa komment og peppa okkur upp annars deyr þetta bara.