Áfangi 3: Dynjandisheiði.




Það var farið að rigna þegar við lögðum af stað frá Flókalundi en klukkan var þá um 11.30 Tókum til í farangrium áður en við lögðum af stað og skildum eftir ca 7kg af mat og öðru dóti. Við höfðum ekki samræmt innkaupin nægilega vel. Einnig þurftum við að hreinsa keðjuna á hjólunum þar sem mikill stirðleiki var kominn í gírskiptinuna vegna ryks og drullu. Við þurftum ekki að kíkja ákeðjuna í fyrra þar sem nánast öll leiðin var malbikuð.
Vegagerðin var að hefla og vatnsbera heiðina. Vegurinn var því mjög laus í sér og blautur og óðst upp. við urðum þess vegna að leiða hjólinn alla leiðina upp á háheiðina (500m). Þar hittum við Geir frænda Sigurðsson sem var að skoða aðstæður en hann vinnur hjá vegagerðinni. Tók hann dótið af vögnunum niður í Arnarfjörð fyrir okkur. Þá var kominn þoka, rigningarúði og hitinn 3-4 c. Við stoppuðum "sæluhúsinu" og fengum okkur að borða. Þar var frekar kuldalegt, snjóskafl á gólfinu.
Frá húsinu er hallar niður í Arnarfjörðinn. Eftir rigniguna og heflunina var vegurinn orðinn mjög gljúpur ( drullumall eins og krakkarnir segja ) sem mjög erfitt var að stýra í gegnum. Við vorum þess vegna útataðir í drullu þegar við komum niður í Dynjandisvoginn en fjallahjól eru ekki eins og flestir þekkja með bestu skítbrettin.
Fengum við inni íMjólkárvirkjun og settum sjálfa okkur og hjólin í smúlun og allt draslið í þurrk.