Hjólað frá Bjarkarlundi til Flateyrar 2006; Hjólað frá Reykjavík til Ísafjarðar 2005

Þetta blogg er um hjólaferðalög okkar Guðbjarts um Vestfirði 2005 og 2006. Vonandi gengur að koma upplýsingum um ferðina ínná bloggið á leiðinni.

04 júní 2005

Góðar móttökur

Það var tekið vel á móti okkur á Ísafirði í gær þegar við renndum inn á Silfurtorg. þar var voru mætt:
Magni og Svana og Þórdís, Örn og Guðný, Gulli Jónasar, Snorri Hermanns, Helga Svenna og svo sjálfur alþingismaðurinn Einar Oddur Kristjánsson. Svo voru mættir stuðningsaðilar ferðarinnar þ.e. Eiríkur Finnur Greipson frá Sparisjóð Vestfjarða og Hilmar frá VÍS. Svo studdi Halldór Jónsson ehf og Nýherji hf ferðina.

Eftir að hafa farið í Olíusamlag Útvegsmanna þar sem Anna Lóa ræður ríkjum og fatað okkur upp og svo í heita pottinn á Seljalandi hjá Magna fórum við á Hótel Ísafjörð þar sem Samskip hélt "okkur" veglegt móttökuhóf þar sem mættir voru 150 manns í mat og drykk. Við þökkum Kristínu og Kristjáni fyrir höfðinglegar móttökur og það að sjá um flutning á hjólum og vögnum suður.

Í dag hjólum við svo í Kirkjuból í Bjarnadal (http://www.kirkjubol.net) og svo út á Flatreyri á heimaslóðir Guðbjarts þar sem við erum boðnir í hóf hjá Eiríki Finni.

1 Comments:

At 9:12 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

Hejsa begge to!

Vi håber at benene holdt til de store strabadser på jeres cykeltur! Det var sjovt at følge med på turen pr. SMS og denne hjemmeside!

Hvis i synes formen er ved at være der, så begynder der et mindre cykelløb i Frankring d. 2-24 juli, se evt. www.letour.com ;-)

De bedste hilsener,

Allan.

 

Skrifa ummæli

<< Home