Í Ísafjarðardjúpi
Erum komnir inn í Ísafjarðardjúp eftir mikinn mótvind niður af Steingrímsfjarðarheiðinni.
Annars er allt í gúddí. Meira seinna.
Svenni
Þetta blogg er um hjólaferðalög okkar Guðbjarts um Vestfirði 2005 og 2006. Vonandi gengur að koma upplýsingum um ferðina ínná bloggið á leiðinni.
Erum komnir inn í Ísafjarðardjúp eftir mikinn mótvind niður af Steingrímsfjarðarheiðinni.
Erum á Laugum í Sælingsdal í blíðskaparveðri. Allt gengur vel og við hugsum sem mest um að borða eins kaloríuríkan mat og hægt er, ekkert diet vesen á okkur.
Erum nú staddir í Búðardal. Við hjóluðum upp Bröttubrekku í stað þess að labba eins og við höfðum áður ætlað okkur þar sem það var auðveldara. Erum nú komnir í Sælingsdal þar sem við munum eyða nóttinni.
Þad var tekid vel á móti okkur i Baulunni. Hann Árni lofadi okkur ad tjalda á túninu á bakvið húsið og fengum vid ad hlaða allar græjurnar hjá honum. t.d þennan QTek9090 PocketPC sem ég fékk lánaðan hja Nýherja. Fín Græja. Við sváfum fínt í tjaldinu. Vöknuðum kl 8.30 og vorum komnir af stad kl 11.33
Erum komir í Borgarnes. Lögðum í hann kl 9.00 í morgun í fínu veðri. Ása kom og skutlaði okkur í gengum göngin. Hengdum hjólin á hjólagrind sem fest var á dráttarkúluna. Á leiðinni heiðurm við svaka hvell sem kom svo í ljós að var vegna þess að framdekkið hjá mér hafði legið beint fyrir aftan pústurrörið. Dekkið og slangan höfðu bráðnað í hitanum. Þar fór varadekkið á fyrsta hluta ferðarinnar.
Þá er að styttast í að lagt verði í hann til Ísafjarðar. Við Guðbjartur erum búnir að hjóla ca 1000km frá áramótum og ekki þurft að skipta út neinum liðum eða limum á okkur á þeim tíma þannig að 500km til viðbótar ættu ekki að vera svo stórt.