Hjólað frá Bjarkarlundi til Flateyrar 2006; Hjólað frá Reykjavík til Ísafjarðar 2005

Þetta blogg er um hjólaferðalög okkar Guðbjarts um Vestfirði 2005 og 2006. Vonandi gengur að koma upplýsingum um ferðina ínná bloggið á leiðinni.

31 maí 2005

Í Ísafjarðardjúpi

Erum komnir inn í Ísafjarðardjúp eftir mikinn mótvind niður af Steingrímsfjarðarheiðinni.
Annars er allt í gúddí. Meira seinna.

Svenni

30 maí 2005


Tilb�nir a� leggja � hann Posted by Hello


Posted by Hello


Posted by Hello


Posted by Hello


Posted by Hello


Posted by Hello


Posted by Hello


flottir ekki satt? Posted by Hello

Á leið í Bjarkarlund

Erum á Laugum í Sælingsdal í blíðskaparveðri. Allt gengur vel og við hugsum sem mest um að borða eins kaloríuríkan mat og hægt er, ekkert diet vesen á okkur.
Eins og ég sagði þá er glampandi sól og blíða, ætli við fáum ekki bara meðvind inn í Bjarkarlund.

Svenni

29 maí 2005

160 km

Erum nú staddir í Búðardal. Við hjóluðum upp Bröttubrekku í stað þess að labba eins og við höfðum áður ætlað okkur þar sem það var auðveldara. Erum nú komnir í Sælingsdal þar sem við munum eyða nóttinni.

Svenni

Hreðavatnsskáli

Þad var tekid vel á móti okkur i Baulunni. Hann Árni lofadi okkur ad tjalda á túninu á bakvið húsið og fengum vid ad hlaða allar græjurnar hjá honum. t.d þennan QTek9090 PocketPC sem ég fékk lánaðan hja Nýherja. Fín Græja. Við sváfum fínt í tjaldinu. Vöknuðum kl 8.30 og vorum komnir af stad kl 11.33
Núna kl 12 erum vid i Hreðavatnsskála og notum WLanið þeirra til að tengjast netinu. Netið er er blokkað fyrir erlendar síður og seturÁsdis thetta inn a bloggið fyrir mig. Þökkum fyrir okkur hér i Hreðavatnsskála. Meira seinna

Svenni

póstur frá 28. maí

Erum komir í Borgarnes. Lögðum í hann kl 9.00 í morgun í fínu veðri. Ása kom og skutlaði okkur í gengum göngin. Hengdum hjólin á hjólagrind sem fest var á dráttarkúluna. Á leiðinni heiðurm við svaka hvell sem kom svo í ljós að var vegna þess að framdekkið hjá mér hafði legið beint fyrir aftan pústurrörið. Dekkið og slangan höfðu bráðnað í hitanum. Þar fór varadekkið á fyrsta hluta ferðarinnar.
Gífurleg umferð er og hefur maður það á tilfinningunni að ökumenn virði rollur meira en hjólareiðamenn. Aksturslagið er þannig. Maður hendist til í frákastinu frá bílunum og sveilfast svo inn á veginn í soginu fyrir aftan bílinn. Við erum þess vegna eins og dauðadrukknir á hjólunum þegar stórir bílar æða framhjá stundum í innan við eins meters fjarlægð. Við höfum þess vegna langt bil á milli okkar svo það verði bara annar okkar sem verður keyrður niður. En við erum bjarsýnir og stoppuðum hjá Sláturhúsinu við afleggeran í Hvalfjörðinn og fengum okkur að borða og smá lúr á eftir í góða veðrinu.

Nú verður haldið áfram líklega í Baulu.

Þakka Esso fyrir notin á tölvunni
Kveðja Svenni og Guðbjartur

24 maí 2005

Reiðhjólaferð frá Reykjavik til Ísafjarðar 2005

Þá er að styttast í að lagt verði í hann til Ísafjarðar. Við Guðbjartur erum búnir að hjóla ca 1000km frá áramótum og ekki þurft að skipta út neinum liðum eða limum á okkur á þeim tíma þannig að 500km til viðbótar ættu ekki að vera svo stórt.
Æfingin hefur verið að hjóla svona 25-40km 2-3 í viku. Leiðirnar sem valdar hafa verið eru:

Frá Karfavogi ragnsælis út í Gróttu og Skerjafjörðinn, Fossvogin heim ca 25km.
Frá Karfavogi upp Elliðaárdaginn, Geitháls, Hagavatn, Mosó og með ströndinni heim ca 35 km.

Hjólakosturinn hefur verið endurnýjaður þakkað sé lágu gengi á Dollar en þær græjur voru keyptar notaðar af ebay.

Leiðin sem við förum vestur liggur um Bröttubrekku, Dalina, Þorskafjarðarheiði og Djúpið. Stoppað smá á Ísafirði og skutlast yfir á Flateyri. Svo verður rellan tekin heim og hjólin send með bíl.


Við höfum góðan tíma (8 daga) til að klára þetta en hve lengi við verðum fer eftir veðri og aðallega vindi.

Farangurinn veðum við með í vögnum sem við hengjum aftan í hjólin. Annar er tekin á leigu hjá Fjallahjólaklúbbnum og er framleiddur í Taiwan en hinn er framleiddur á Langholtsvegi 40. Mikil listasmíð a la Guðbjartur. Ekkert "spíta og spíta í kross" heldur alvöru.
Leiðin verður auðvitað trökkuð með hágæða GPS græjum þar sem skráður verður meðalhraði, meðal hjartsláttur, vegalengd ásamt öðru meðali og maxi og míni eftir því sem við á.
Sem sagt það sem við vorum að ræða um í haust og sögðum engum frá er bara að skella á.